Erlent

Berezovsky ákærður fyrir að hvetja til valdaráns

Boris Berezovsky.
Boris Berezovsky. MYND/AFP

Saksóknarar í Rússlandi hafa ákært rússneska auðkýfinginn Boris Berezovsky fyrir að hvetja til valdaráns. Lögfræðingur hans skýrði frá þessu í dag. Ákæran segir að hann hafi ætlað sér að ræna völdum með vopnavaldi. Berezovsky hefur búið í Bretlandi síðan hann flúði Rússland fyrir rúmum sex árum síðan.

Hann hefur stöðu flóttamanns þar í landi. Berezovsky sagði í viðtali að hann væri að vinna í því að koma Vladimir Putin, forseta Rússlands, frá völdum og er ákæran niðurstaða rannsóknar á þeim fullyrðingum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×