Alan Johnston sleppt eftir fjóra mánuði í haldi mannræningja Jónas Haraldsson skrifar 4. júlí 2007 07:05 Mannræningjar hafa sleppt breska fréttamanninum Alan Johnston eftir að hafa haldið honum í nærri fjóra mánuði. Johnston sagði það stórkostlegt að vera loksins frjáls eftir þessa hörmulegu lífsreynslu. Hann yfirgaf hús á Gaza-svæðinu og birtist síðan stuttu síðar á fréttamannafundi ásamt leiðtoga Hamas á svæðinu, Ismail Haniyeh, og þakkaði öllum sem komu að frelsun hans, en það voru Hamas samtökin sem höfðu milligöngu um lausn hans. Johnston var látinn laus snemma í morgun eftir að háttsettur klerkur hafði gefið út trúarlega tilskipun, eða Fatwa, þess efnis. Johnston var rænt þann 12. mars síðastliðinn af hóp sem kallar sig Her íslam, sem er hópur vígamanna frá Gaza svæðinu. Þremur myndböndum var lekið á internetið og á tveimur þeirra sást Johnston. Á þeim var fullyrt að ef reynt yrði að frelsa hann með valdi yrði hann myrtur. Kröfur hópsins fyrir því að frelsa hann voru að Bretar myndu leysa úr haldi áhrifamikinn klerk með tengsl við al-Kaída. Johnston sagði í morgun að hópurinn hefði haft meiri áhuga á því að vinna gegn Bretum en deilunni á milli Palestínu og Ísraels. Þá tók hann einnig fram að eftir að Hamas tók völdin á Gaza svæðinu hefðu mannræningjarnir farið að ókyrrast. Talsmaður Hamas sagði í morgun að engir samningar hefðu verið gerðir við mannræningjana. Hann tók líka fram að Hamas hefði ekki frelsað Johnston til þess að öðlast velvild Vesturveldanna, heldur hefðu þau gert það vegna mannúðarástæðna og til þess að stuðla að auknu öryggi á Gaza svæðinu. Erlent Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Mannræningjar hafa sleppt breska fréttamanninum Alan Johnston eftir að hafa haldið honum í nærri fjóra mánuði. Johnston sagði það stórkostlegt að vera loksins frjáls eftir þessa hörmulegu lífsreynslu. Hann yfirgaf hús á Gaza-svæðinu og birtist síðan stuttu síðar á fréttamannafundi ásamt leiðtoga Hamas á svæðinu, Ismail Haniyeh, og þakkaði öllum sem komu að frelsun hans, en það voru Hamas samtökin sem höfðu milligöngu um lausn hans. Johnston var látinn laus snemma í morgun eftir að háttsettur klerkur hafði gefið út trúarlega tilskipun, eða Fatwa, þess efnis. Johnston var rænt þann 12. mars síðastliðinn af hóp sem kallar sig Her íslam, sem er hópur vígamanna frá Gaza svæðinu. Þremur myndböndum var lekið á internetið og á tveimur þeirra sást Johnston. Á þeim var fullyrt að ef reynt yrði að frelsa hann með valdi yrði hann myrtur. Kröfur hópsins fyrir því að frelsa hann voru að Bretar myndu leysa úr haldi áhrifamikinn klerk með tengsl við al-Kaída. Johnston sagði í morgun að hópurinn hefði haft meiri áhuga á því að vinna gegn Bretum en deilunni á milli Palestínu og Ísraels. Þá tók hann einnig fram að eftir að Hamas tók völdin á Gaza svæðinu hefðu mannræningjarnir farið að ókyrrast. Talsmaður Hamas sagði í morgun að engir samningar hefðu verið gerðir við mannræningjana. Hann tók líka fram að Hamas hefði ekki frelsað Johnston til þess að öðlast velvild Vesturveldanna, heldur hefðu þau gert það vegna mannúðarástæðna og til þess að stuðla að auknu öryggi á Gaza svæðinu.
Erlent Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira