Erlent

Myndbandsupptökur af gíslum birtar

Pablo Emilio Mocayo hefur verið í haldi gíslatökumanna í níu ár
Pablo Emilio Mocayo hefur verið í haldi gíslatökumanna í níu ár MYND/AFP

Uppreisnarmenn í Kólumbíu hafa birt myndbandsupptökur af sjö gíslum sem sumir hafa verið í haldi í nærri áratug. Í upptökunum biðja gíslarnir ríkisstjórn Kólumbíu um að ræða við gíslatökumennina en vara við því að hernaðaraðgerðum verði beitt við björgun.

Upptökurnar eru af hermönnum og lögreglumönnum sem í haldi eru. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær þær vor teknar upp en þær voru sendar út viku eftir að uppreisnarmennirnir sögðu að ellefu pólitískir gíslar hefðu verið drepnir þegar vopnaðir hermenn gerðu árás á guerrilla búðirnar í Valle del Cauca.

Alvaro Uribe, forseti landsins, hefur sakað uppreisnarmenn um að myrða mennina. Hann mun leiða mótmæli gegn gíslatökum á fimmtudag. Gíslatökumennirnir krefjast þess að menn úr þeirra röðum verði leystir úr haldi yfirvalda í skiptum fyrir gíslana. Stjórnvöld leystu nokkra uppreisnarmenn úr haldi í síðasta mánuði í von um að þeir myndu svara í sömu mynt. Þeir segja stjórnvöld þó ekki ganga nógu langt í að svara kröfum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×