Erlent

Dóttur bresks verkamanns rænt í Nígeríu

Vígamenn í Nígeríu
Vígamenn í Nígeríu MYND/AFP

Þriggja ára gamalli dóttur verkamanns sem sagður er breskur var rænt af byssumönnum í Nígeríu snemma í morgun. Stúlkan var numin á brott úr bíl á leið hennar í skólann í olíuborginni Port Harcourt.

Barnsránið kemur í kjölfar rána á fimm olíuverkamönnum voru teknir höndum í gær. Það voru fyrstu mannránin síðan Mend (Movement for the Emancipation of the Niger Delta) sem eru aðal samtök vígamanna á svæðinu rufu mánaðarlangt vopnahlé sitt. Þeir segjast þó ekki hafa framið ránin.

Þjóðerni stúlkunnar hefur ekki verið staðfest en breska útlendingaeftirlitið er með málið í skoðun.

Fréttaritari BBC í Lagos segir að hingað til hafi erlendir olíuverkamenn aðallega verið teknir höndum en undanfarna mánuði hefur börnum auðugra Nígeríumanna einnig verið rænt. Um 100 útlendingar hafa verið teknir sem gíslar á svæðinu á þessu ári. Flestum er sleppt eftir að lausnargjald fæst. Stjórnvöld í Nígeríu og Olíufélög á svæðinu neita því að þau leggi fjármunina fram.

Vígamennirnir hafa átt í deilum við stjórnvöld vegna Delta lansvæðisins. 90 % af tekjum landsins koma þaðan en mikil fátækt er engu að síður á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×