Erlent

Fyrsta dauðsfallið í tengslum við flóðin í Suður-Svíþjóð

Eldri kona fannst látin í bíl sínum rétt utan við Helsingborg í Suður-Svíþjóð í morgun. Bíllinn fannst umlukinn vatni í skurði við vegarkant og er talið að konan hafi drukknað. Mikil úrkoma og flóð hafa verið í Suður-Svíþjóð undanfarið.

Vatnið í skurðinum var tveggja metra djúpt en á veginum sjálfum var það um metri. Vegfarandi tilkynnti um bílinn en einungis 30 sentímetrar sáust af honum þegar björgunarmenn komu á staðinn. Kalla þurfti út kafara til að ná konunni úr bílnum. Þetta er fyrsta dauðsfallið í Svíþjóð í tengslum við flóðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×