Fótbolti

Collina ráðinn yfirdómari á Ítalíu

Pierluigi Collina var litríkur dómari
Pierluigi Collina var litríkur dómari NordicPhotos/GettyImages

Ítalska knattspyrnusambandið hefur ráðið fyrrum knattspyrnudómarann Pierluigi Collina í sérstakt embætti þar sem honum verður falið að hafa umsjón með öllum dómurum í landinu. Er þetta tilraun Ítala til að fegra ímynd sambandsins eftir skandalinn ljóta þar í landi í fyrra.

Collina lagði flautuna á hilluna árið 2005 og var almennt álitinn besti dómari í heimi. Hann dæmdi fjölda stórleikja á ferlinum - þar á meðal úrslitaleikinn á HM árið 2002. Collina sneri sér að fjármálaráðgjöf eftir að hann hætti að dæma árið 2005, en hefur nú verið skipaður sérstakur dómararáðherra á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×