Erlent

Samtals 29 ára fangelsi fyrir frelsissviptingu og misþyrmingar

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Þrennt var dæmt í samtals 29 ára fangelsi fyrir að svipta annan mann frelsinu í fjóra mánuði áður en hann lést. Englendingurinn Kevin Davies, 29 ára, var ítrekað laminn, brenndur og niðurlægður af David Lehane, Amanda Baggus og Scott Andrews.

Sakborningarnir höfðu lokað hann inni í kofa „eins og hund," vegna þess að hann skuldaði þeim smávægilega upphæð. Hann fannst látinn í Bream, Gloucestershire þann 26. september á síðasta ári en hafði þá verið lokaður inni í kofanum síðan 27. maí.

Lehane og Baggus fengu tíu ára dóm en Andrews fékk níu ára dóm fyrir frelsissviptingu og misþyrmingar. Fallið var frá morðákæru þar sem ekki var hægt að útiloka að flogaveiki sem Davies þjáðist af hafi orðið honum að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×