Erlent

Eitraðar brennisteinsgufur taldar hafa banað sex skólabörnum

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Talið er að eitraðar brennisteinsgufur frá indónesísku eldfjalli hafi orðið sex skólabörnum að bana. Börnin voru í hópi 20 skólabarna frá höfuðborg Indónesíu, Djakarta, sem höfðu klifrað á brún eldgígsins en það er yfirleitt ekki hægt samkvæmt yfirvöldum.

Eitt barnanna fannst látið með froðu í munninum sem bendir sterklega til að um eitraðar brennisteinsgufur sé að ræða. Sum barnanna misstu fljótlega meðvitund og voru flutt á næsta sjúkrahús. „Við skoðuðum líkin. Við fundum engin sár eða marbletti. Við teljum að börnin hafi látist eftir að hafa andað að sér eitruðum brennisteinsgufum," sagði talsmaður sjúkrahúsins.

Indónesía hefur flest virk eldfjöll í heiminum. Mjög vinsælt þykir að klífa þau og tjalda þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×