Erlent

Hæstiréttur Taílands tekur fyrir spillingarmál gegn Shinawatra

Thaksin Shinawatra.
Thaksin Shinawatra. MYND/AFP

Hæstiréttur í Taílandi hefur ákveðið að taka upp spillingarmál gegn Thaksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra landsins. Málið snýst um kaup á landi sem var í eigu ríkisins.

Shinawatra hefur verið skipað að vera viðstaddur réttarhöldin en hann neitar því og segist ekki geta fengið sanngjarna meðferð fyrir dómstólum á meðan herinn er við völd. Ef hann verður sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér 10 ár í fangelsi.

Shinawatra keypti á dögunum enska knattspyrnufélagið Manchester City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×