Erlent

Segja hvern sem er geta verið yfir IMF

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) sagði í gær að hvaða þjóð sem er væri frjálst að tilnefna eftirmann, Rodrigo Rato, sem nú er yfir sjóðnum. Hann sagði nýverið af sér vegna persónulegra ástæðna. Samkvæmt hefð frá upphafi stofnunarinnar hefur Evrópumaður ávallt verið yfir stofnuninni.

Samfara því hefur Bandaríkjamaður ávallt verið forseti Alþjóðabankans. Þróunarþjóðir hafa mótmælt þessu fyrirkomulagi og segja Evrópu ekki jafn mikilvæga í fjármálaheiminum í dag og því eigi hver sem er að geta fengið embættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×