Erlent

Svört skýrsla um árangur Íraka

Í áfangaskýrslu um Íraksstríðið, sem birt verður síðar í vikunni, er komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Íraks hafi ekki náð neinum þeim áföngum sem henni var gert að ná. Háttsettur bandarískur embættismaður skýrði frá þessu í nótt.

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna og ráðgjafar hans eru enn að ræða skýrsluna og innihald hennar. Líklegt þykir að hún eigi eftir að hafa mikil áhrif á framhald stríðsrekstursins í Írak en í vikunni mun öldungadeild bandaríska þingsins ræða aukafjárveitingu til hersins sem og greiða atkvæði um tillögu demókrata hvort setja eigi dagsetningu á brotthvarf hersins frá Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×