Erlent

Snjór í fyrsta sinn í 90 ár í Buenos Aires

Það eru nærri nítíu ár síðan síðast snjóaði í Bueons Aires, höfuðborg Argentínu, en í gær var komin hvít dula yfir borgina og svæðið í kring. Óvenjukalt er þar miðað við árstíma. Veðurstofa Argentínu sagði þetta í fyrsta sinn síðan 22. júní árið 1918 sem snjó festi.

Börn sem aldrei höfðu séð snjó léku sér í snjókasti, ökumenn þeyttu flautur sínar og sumir voru með litla sjókarla á vélarhlífum bíla sinna. Eitthvað var um slys vegna snjósins en þó ekki mikið. Veðrið nú er það kaldasta í Buenos Aires í fjörtíu ár. Talið er að 25 manns hafi látið lífið vegna kuldans.

Smellið hér til þess að sjá myndir þaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×