Erlent

435 látið lífið í vinnuslysum á Ítalíu á árinu

435 manns hafa látið lífið í vinnuslysum á Ítalíu það sem af er árinu. Fjöldi vinnuslysa í landinu er tvisvar sinnum meiri en í Þýskalandi og sjö sinnum meiri en í Bretlandi.

Á sama tíma og rúmlega 3.500 hermenn hafa látið lífið í Írak hafa rúmlega 5.200 manns látið lífið í vinnuslysum á Ítalíu.

Ástæðan er talin vera sú að fjölmargir atvinnurekendur ráða til sín erlenda verkamenn án þess að kenna þeim á tækin eða kynna þeim réttindi sín. Einnig er eftirliti ríkisstjórnarinnar með vinnustöðum ábótavant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×