Erlent

Átta létust í sprengingu í Alsír

Sprenging varð átta manns að bana í herstöð alsírska hersins í morgun. Stöðin er 120 kílómetra frá höfuðborginni en enginn hefur ennþá lýst yfir ábyrgð á sprengingunni. Hópur tengdur al-Kaída hefur áður lýst yfir ábyrgð á svipuðum tilræðum í landinu.

Allt að 200 þúsund manns hafa látið lífið í pólitískum átökum í landinu síðan árið 1992. Þá vann flokkur strangtrúaðra múslima sigur í þingkosningum en herinn tók þá völdin, eftir mikinn þrýsting frá vestrænum stjórnvöldum, og bannaði flokkinn. Hann hóf þá vopnaða baráttu gegn stjórnvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×