Erlent

Aukið verðmæti þorskútflutnings í Noregi

Verðmæti útflutnings á ferskum þorski frá Noregi jókst um 15% á fyrsta árshelmingi 2007 og nam 3,3 milljörðum íslenskra króna. Útflutningur hefur aukist til markaða í Evrópusambandslöndunum og þá einkum til Danmerkur og Portúgal. Verðmæti útflutning á frystum þorski jókst um 48% og nam 2,7 milljörðum íslenskra króna.

Mest er aukningin í útflutningi til Portúgals og Hollands en einnig til Kína. Útflutningur á ferskum þorskflökum jókst um 20% og nam 2,6 milljörðum íslenskra króna. Lítils háttar samdráttur varð í útflutningi á frystum flökum.

Greinin í heild á InterSeafood.

Fiskaren.no.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×