Erlent

Evrópusambandið á móti því að nota launmorðingja

Dómsmálaráðherra Evrópusambandsins, Franco Frattini.
Dómsmálaráðherra Evrópusambandsins, Franco Frattini. MYND/AP

Evrópusambandið styður ekki þá hugmynd að beita launmorðingjum í baráttunni gegn hryðuverkum. Dómsmálaráðherra sambandsins, Franco Frattini, skýrði frá þessu í morgun. Hann var að svara hugmynd þýska innanríkisráðherrans Wolfgang Schaeuble, sem sagði í viðtali um helgina að skýra þyrfti hvenær stjórnarskrár heimiluðu ríkjum að elta uppi og myrða hryðjuverkamenn.

Til stuðnings máli sínu sagði hann „Ímyndaðu þér ef við myndum komast að því hvar Osama Bin Laden væri. Það væri hægt að skjóta á hann eldflaug í þeim tilgangi að drepa hann." Frattini sagði að þó svo verið væri að berjast gegn hryðjuverkum gæfi það enga heimilid til þess að myrða fólk.

Schaeuble bætti síðan við í viðtalinu að hans helsti draumur væri að útiloka grunaða hryðjuverkamenn frá internetinu og farsímum. Frattini sagði það heldur óraunhæfa tillögu en bætti þó við að hann myndi styðja lög sem heimiluðu leitir í tölvum grunaðra hryðjuverkamanna í gegnum internetið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×