Erlent

Lögreglan í Rússlandi vill að flækingar séu fangelsaðir

NordicPhotos/GettyImages

Lögreglan í Rússlandi vill endurlífga lög frá tímum Sovétríkjanna og fangelsa flækingja og betlara. Gagnrýnendur fordæma hugmyndina og segja hana færa Rússland aftur til alræðistíma fortíðarinnar. Flakkarar og betlarar eru algengir í Rússlandi og margir láta lífið af völdum kulda á veturnar.

Mannréttindahópar segja að stór hluti flækinga séu fórnarlömb gallaðra endurbóta á efnahag þjóðarinnar á 10. áratug síðustu aldar. Margir misstu þá vinnu sína og heimili. „Í fortíðinni var hægt að loka flækinga inni í allt að ár eða skipað þeim til vinnu. Núna höfum við ekkert kerfi til að einangra þetta fólk," sagði talsmaður lestarstöðvarlögreglunnar í Moskvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×