Rússar rifta samkomulagi við NATO um takmörkun á herafla í Evrópu Jónas Haraldsson skrifar 14. júlí 2007 09:43 Rússar hafa tímabundið sagt sig úr samkomulagi sem takmarkar fjölda herdeilda og þungavopna á ýmsum stöðum í Evrópu. Vladimir Putin, forseti Rússlands, skrifaði undir lög þess efnis nú í morgun. Samkomulagið á að takmarka fjölda skriðdreka, þungavopna og herflugvéla í Evrópu. Rússar segja Evrópuþjóðir ekki vilja staðfesta nýja útgáfu þess, sem gerð var 1999, og tekur á breyttum öryggisaðstæðum í Evrópu eftir lok Kalda stríðsins. Viðræður við NATO í síðasta mánuði um málið skiluðu engum árangri.„Samkomulagið einn af hornsteinum öryggis Evrópu“Talsmaður NATO sagði samkomulagið vera einn af hornsteinum öryggis Evrópu. Eitt af helstu ágreiningsmálunum aðilanna tveggja er þráfylgni NATO varðandi hvar rússneskar hersveitir mega safnast saman.Samkomulagið meinar rússneska hernum að vera of nálægt landamærum ákveðinna ríkja og takmarkar þannig hreyfingar hersins á rússnesku landssvæði. Stjórnvöld í Moskvu vilja meina að þau þurfi að senda herdeildir að landamærum sínum vegna ótryggs ástands í sumum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna.Kólnandi samskipti Austurs og VestursÁkvörðun Rússa á sér stað á sama tíma og samskiptum þeirra við Vesturlönd hefur hrakað verulega. Rússar eru ósáttir við útbreiðslu NATO til austurs og segja samtökin ógna áhrifasvæði sínu.Þá hafa Vesturlönd látið í ljós áhyggjur vegna þess hversu tilbúnir Rússar eru til þess að nota gasbirgðir sínar í pólitískum tilgangi.Einnig hefur mál Alexanders Litvinenko, njósnarans sem var myrtur í Bretlandi á síðasta ári, orðið til þess að samskipti Rússa við Breta hafa kólnað verulega.Þá hafa deilur Rússa og Bandaríkjamanna um fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu ekki bætt ástandið. Erlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Rússar hafa tímabundið sagt sig úr samkomulagi sem takmarkar fjölda herdeilda og þungavopna á ýmsum stöðum í Evrópu. Vladimir Putin, forseti Rússlands, skrifaði undir lög þess efnis nú í morgun. Samkomulagið á að takmarka fjölda skriðdreka, þungavopna og herflugvéla í Evrópu. Rússar segja Evrópuþjóðir ekki vilja staðfesta nýja útgáfu þess, sem gerð var 1999, og tekur á breyttum öryggisaðstæðum í Evrópu eftir lok Kalda stríðsins. Viðræður við NATO í síðasta mánuði um málið skiluðu engum árangri.„Samkomulagið einn af hornsteinum öryggis Evrópu“Talsmaður NATO sagði samkomulagið vera einn af hornsteinum öryggis Evrópu. Eitt af helstu ágreiningsmálunum aðilanna tveggja er þráfylgni NATO varðandi hvar rússneskar hersveitir mega safnast saman.Samkomulagið meinar rússneska hernum að vera of nálægt landamærum ákveðinna ríkja og takmarkar þannig hreyfingar hersins á rússnesku landssvæði. Stjórnvöld í Moskvu vilja meina að þau þurfi að senda herdeildir að landamærum sínum vegna ótryggs ástands í sumum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna.Kólnandi samskipti Austurs og VestursÁkvörðun Rússa á sér stað á sama tíma og samskiptum þeirra við Vesturlönd hefur hrakað verulega. Rússar eru ósáttir við útbreiðslu NATO til austurs og segja samtökin ógna áhrifasvæði sínu.Þá hafa Vesturlönd látið í ljós áhyggjur vegna þess hversu tilbúnir Rússar eru til þess að nota gasbirgðir sínar í pólitískum tilgangi.Einnig hefur mál Alexanders Litvinenko, njósnarans sem var myrtur í Bretlandi á síðasta ári, orðið til þess að samskipti Rússa við Breta hafa kólnað verulega.Þá hafa deilur Rússa og Bandaríkjamanna um fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu ekki bætt ástandið.
Erlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira