Erlent

Hæstu skaðabætur sem kaþólska kirkjan hefur greitt

Kaþólska kirkjan í Los Angales í Bandaríkjunum hefur samið við yfir fimm hundruð meint fórnarlömb kynferðisofbeldis presta um að greiða þeim bætur. Alls greiðir kirkjan yfir fjörtíu milljarða króna í bætur.

Fréttavefur BBC segir um hæstu skaðabætur að ræða sem kaþólska kirkjan hefur greitt frá því að hneykslismál kynferðisofbeldis presta komu upp árið 2002.

Málin vöktu mikinn óhug á sínum tíma. Kaþólska kirkjan í Bandaríkjunum var sökuð um að hylma yfir með tugum mála, þar sem prestar voru grunaðir um kynferðisglæpi gegn börnum. Ljóst var strax að málin gætu kostað kirkjuna verulegar fjárhæðir og ekki síður haft mikil áhrif á álit fólks á kaþólsku kirkjunni í Bandaríkjunum og trú manna á siðferðisboðskap hennar.

Þáverandi páfi, Jóhannes Páll, sagði þá presta sem sakaðir voru um kynferðisofbeldið hafa fallið í svartnætti mestu illsku sem til væri í heiminum og að hneykslin hafi kastað dökkum skugga grunsemda á aðra heiðvirða presti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×