Erlent

Talibanar í Pakistan rifta friðarsamkomulagi við stjórnvöld

Herskáir stuðningsmenn talibana í Waziristan í norðvesturhluta Pakistan sögðu í dag að þeir hefðu rift friðarsamkomulagi sínu við stjórnvöld. Þeir saka stjórnvöld um að hafa brotið skilmála þess með því að gera áhlaup á Rauðu moskuna. Talibanar og al-Kaída njóta mikils stuðnings á svæðinu.

Friðarsamkomulagið var gert í september síðastliðnum til þess að reyna að koma í veg fyrir þátttöku vígamannanna í átökunum í Afganistan og auðvelda leitina að Osama Bin Laden, en hann er talinn dveljast í hálendinu á landamærum Afganistan og Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×