Erlent

Harry Potter og Fönixreglan ráða Bandaríkjunum

„Harry Potter og Fönixreglan“ náði toppnum í Bandaríkjunum um helgina og tók alls inn 77,4 milljónir dollara, eða um 4,7 milljarða íslenskra króna. Alls hefur myndin tekið inn, þá fimm daga sem hún hefur verið í sýningu, rúmlega 140 milljónir dollara, eða um 8,5 milljarða íslenskra króna.

Myndin er sú fimmta í röðinni og hefur selst betur inn á hana heldur en fyrri Potter myndirnar. Gagnrýnendur hafa hlaðið myndina lofi og segja hana þá bestu hingað til. Hún sé dekkri og drungalegri og auk þess sem Harry fær sinn fyrsta alvöru koss í myndinni.

„Harry Potter and the Deathly Hallows“, lokabókin í bálknum um kappann kemur síðan út á miðnætti þann 21. júní næstkomandi. Gríðarleg eftirvænting er á meðal Potter unnenda og má búast við biðröðum við helstu sölustaði bókarinnar, jafnt hér á landi sem erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×