Erlent

Ísland er besti staður í Evrópu að búa á

Ísland leiðir lista yfir þau Evrópulönd sem eru færust um að sjá þegnum sínum fyrir löngu og hamingjusömu lífi. Eistland var neðst á listanum. Listinn var tekinn saman af samtökunum New Economics Foundation. Alls voru 30 Evrópulönd skoðuð.

Atriði sem tillit var tekið til voru kolefnisútblástur, hversu ánægt fólk var með lífið og lífslíkur. Skandinavísku löndin standa sig best í könnunni en Svíþjóð kemur á eftir okkur, þá Noregur og loks Danmörk í sjötta sæti.

Hægt er að kíkja á könnunina í heild sinni en hana má finna hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×