Erlent

Skólagjöld í þjórfé

Jónas Haraldsson skrifar

Tvítug gengilbeina, Jessica Osborne, á Pizza Hut veitingastað í Bandaríkjunum datt í lukkupottinn fyrir stuttu þegar hún fékk töluvert hærra þjórfé en venjulega. Hún fékk tíu þúsund dollara þjórfé til þess að borga fyrir menntun sína. Peningarnir komu frá einstæðri konu og tveimur sonum hennar sem eru fastagestir á veitingastaðnum. Smellið á „Spila“ til þess að sjá viðtal við stúlkuna.

Osborne hafði áður sagt þeim að hún ætti ekki nógan pening til þess að vera í háskóla. Hún var háð styrkjum til þess að vera í námi en fékk þá síðan ekki. Það var svo í síðustu viku sem fjölskyldan gaf stúlkunni peninginn og sagði henni að nota hann til þess að láta drauma sína rætast. Osborne ætlar sér að læra ljósmyndun eða blaðamennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×