Erlent

35 stjórnarandstæðingar dæmdir í lífstíðarfangelsi í Eþíópíu

Jónas Haraldsson skrifar

Eþíópískur dómstóll dæmdi í morgun 35 stjórnarandstæðinga í fangelsi fyrir lífstíð fyrir aðild sína að mótmælum tengdum kosningunum árið 2005. Hundruð létu lífið í mótmælunum. Saksóknari hafði farið fram á dauðadóm í málinu en dómarinn tók þá ósk ekki til greina. Átta menn til viðbótar voru dæmdir í fangelsi frá 18 mánuðum til 18 ára.

Sakborningarnir neituðu því að verja sig í málinu þar sem þeir telja að réttarhaldið allt sé ólögmætt. Mannréttindasamtök víða um heim hafa gagnrýnt málsmeðferðina og hefur það varpað svörtum skugga á forsætisráðherra Eþíópíu, Meles Zenawi, sem hingað til hefur verið talin traustur samstarfsaðili vesturlanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×