Erlent

Mömmu var ekki skemmt

Óli Tynes skrifar
Feðgarnir í nautahlaupinu.
Feðgarnir í nautahlaupinu.

Spænskur faðir hefur verið sviptur umgengnisrétti við tíu ára gamlan son sinn, eftir að móðirin sá myndir af þeim í nautahlaupinu í Pamplona. Hjónin eru skilin en sonurinn var í sumarfríi með föður sinum. Á myndunum sem móðirin sá voru feðgarnir á harðahlaupum nokkrum metrum á undan 600 kílóa tarfi. Hún hringdi þegar í lögregluna.

Lögreglan hafði samband við dómara sem gaf fyrirmæli um að haft skyldi upp á feðgunum og drengurinn fluttur heim til móður sinnar. Dómarinn svipti föðurinn einnig umgengnisrétti við soninn. Ættingi fjölskyldunnar segir að ekki sé ætlunin að slíta allt samband milli feðganna til frambúðar.

Faðirinn verði hinsvegar að læra þá lexíu að æðsta skylda hans sé að gæta öryggis sonar síns. Það sé ekki gert með því að taka hann með í nautahlaup




Fleiri fréttir

Sjá meira


×