Erlent

Feðgar fundu víkingafjársjóð

Jónas Haraldsson skrifar
Gríðarstór víkingafjársjóður fannst í janúar á þessu ári í Jórvíkurskíri í Englandi. Þeir sem fundu hann voru tveir feðgar að leika sér með málmleitartæki. Þeir héldu sjóðnum saman og afhentu hann Breska þjóðminjasafninu til rannsókna og varðveislu. Talið er að sjóðurinn sé frá tíundu öld.

Í fjársjóðnum eru hlutir frá Afganistan, Írlandi, Rússlandi, Skandinavíu og Mið-Evrópu. Um 617 silfurpeninga og 65 aðra hluti er að ræða, þar á meðal gullhring og gyllta silfurkrús. Talið er að krúsin hafi verið búin til í Frakklandi í kringum árið 900.

Breska þjóðminjasafnið segir að sjóðurinn hafi sennilega verið grafinn í jörðu árið 927 en þá komust víkingar til valda í Norður-Umbríu í Englandi.

Feðgarnir sem fundu fjársjóðinn segjast hafa verið að leita á akri þegar þeir urðu varir við eitthvað grafið í jörðinni. Í kjölfarið hafi þeir farið að grafa og þá fundið fjársjóðinn. Samkvæmt lögum í Englandi eiga þeir og landeigendurnir það sem þeir fundu. Nú er verið að meta sjóðinn og Breska þjóðminjasafnið ætlar sér síðan að safna fjármunum og kaupa hann. Sú upphæð mun skiptast til helminga á milli feðganna og landeigendanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×