Erlent

Stjórnvöld í Eþíópíu náða 38 stjórnarandstæðinga

Jónas Haraldsson skrifar
Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu.
Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu. MYND/AFP

Stjórnvöld í Eþíópíu frelsuðu í morgun 38 stjórnarandstæðinga sem voru dæmdir í lífstíðarfangelsi í liðinni viku fyrir að efna til mótmæla og ofbeldis í kringum kosningarnar sem fram fóru árið 2005. Gagnrýnendur stjórnvalda í landinu segja að málið hafi verið af pólitískt.

„Fólkið hefur verið náðað," sagði Meles Zenawi, forsætisráðherra landsins á fréttamannafundi í morgun. „Fólkið er frjálst og hefur fengið borgaraleg réttindi sín á ný. Það hefur heitið því að framfylgja og virða lög landsins sem og stjórnarskrá þess," sagði Meles að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×