Erlent

Fjórar nýjar barnaklámsíður á dag

Óli Tynes skrifar

Barnaklámsíðum á netinu fjölgar stöðugt. Samtökin Björgum börnunum segja að fjórar nýjar síður séu opnaðar á hverjum degi. Jafnframt verður efni á þessum síðum æ hrottalegra og jafnvel dæmi um að börnum sé nauðgað í beinni útsendingu. Á það horfa barnaníðingar um allan heim.

Alþjóðlegar löggæslustofnanir eins og Interpol og Europol staðfesta þessar fréttir. Max-Peter Ratzel, yfirmaður Europol segir að barnaklámsíðum fjölgi meðal annars vegna þess að netnotendum fjölgi stöðugt og aðgangur að netinu sé að batna um allan heim.

Þessvegna geti æ fleiri barnaníðingar fengið aðgang að netsíðum, spjallrásum og læstum vefsvæðum. Ratzel segir að barnaníðingar séu sífellt á ferðinni um netið til þess að finna ný verkfæri og dulkóða til þess að fela sig á bakvið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×