Erlent

Flóð valda vandræðum á Englandi

Úrhellisrigning og flóð á suður- og austurhluta Englands hefur valdið miklum vandræðum þar í dag. Berkshire varð einna verst úti og sumir íbúar notuðu báta til að komast leiðar sinnar. Þar flæddi einnig inn á rúmlega þrjátíu heimili og loka þurfti skóla.

Lestarsamgöngur eru víða í lamasessi og loka varð M-fjögur hraðbrautinni vegna flóðanna. Spáð er afar slæmu veðri í Bretlandi um helgina, með um 100 millimetra úrkomu, sem er um fjórðungur þess sem rignir á heilu ári á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×