Erlent

Bamir Topir kosinn forseti Albaníu

Bamir Topir eftir sigurinn í dag
Bamir Topir eftir sigurinn í dag MYND/AP

Albanska þingið kaus Bamir Topir, varaformann Demókrataflokksins, forseta í dag. Sú niðurstaða verður til þess að ekki þarf að ganga til almennra kosninga í Albaníu sem hefði getað seinkað inngöngu landsins í Nató og Evrópusambandið.

Topi, sem er fimmtugur hlaut 85 atkvæði í næstsíðustu umferðinni sem er einu meira enn hann þurfti. Hann getur þakkað nokkrum stjórnarandstæðingum úr Sósíalistaflokknum sigurinn en þeir tóku ekki mark á ákvörðun stjórnarandstöðunnar um að sniðganga

kosninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×