Erlent

Sprenging í bókaútgáfu í Saudí-Arabíu

MYND/AFP

Sprenging hefur orðið í bókaútgáfu í Saudí-Arabíu síðastliðin tvö ár og um helmingur höfunda árið 2006 voru konur. 26 skáldsögur voru gefnar út árið 2005 en þær voru um 50 árið 2006.

Aukningin er að miklu leyti rakin til bókarinnar sem ber enska titilinn "Girls of Riyadh" eftir Raja Alsanea. Bók hennar sem fjallar um ýmis forboðin málefni múslímskra kvenna var í fyrstu bönnuð í strangtrúuðum íslömskum ríkjum en kom út á ensku í síðasta mánuði og er nú fáanleg um heim allan.

Höfundurinn þótti sýna mikla dirfsku með útgáfu bókarinnar sem fjallar um vonbrigði saudí-arabískra kvenna með ástina, hjónabandið og kynlífið. Þrátt fyrir að bókin hafi mætt mikilli andstöðu hefur hún orðið til þess að aðrar múslímskar konur eru farnar að skrifa í sama stíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×