Erlent

Fyrstu netkappræðurnar

MYND/AP

Frambjóðendur demókrata til forsetakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári hafa nýhafið kappræður á netinu, þær fyrstu sinnar tegundar. Í kappræðunum verður spurningum frá almenningi varpað til frambjóðendana í þrjátíu sekúndna löngum myndskilaboðum í gegnum myndbandsvefinn YouTube.

Fréttaskýrendur telja að myndbandsupptökur á netinu geti átt eftir að leika stórt hlutverk í forsetakosningunum sem framundan eru. Frambjóðendur úr báðum flokkum hafa reynt að gera sig sýnilegri á netinu og hefur demókratanum Barack Obama gengið sérstaklega vel á því sviði að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Frambjóðendur Repúblikana munu taka þátt í samskonar netkappræðum í gegnum YouTube 17. september næstkomandi.

Kappræðurnar eru samstarfsverkefni CNN fréttastöðvarinnar og YouTube og hafa þær hlotið gríðarlega athygli. Búið var að hlaða inn rúmlega sautján hundruð myndböndum á föstudaginn var og voru spurningarnar um allt frá málefnum Íraks og Darfur til heilbrigðismála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×