Erlent

Frambjóðendur demókrata tókust á með hjálp YouTube

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Jónas Haraldsson skrifar

Í gærkvöldi sátu átta frambjóðendur demókrata til forsetakosninga í Bandaríkjunum fyrir svörum í fyrstu kappræðunum þar sem einungis er stuðst við spurningar sem áhorfendur senda inn á netinu. Kappræðurnar voru samstarfsverkefni CNN fréttastöðvarinnar og myndbandavefsins Youtube. Smellið á „Spila" hnappinn til þess að sjá myndbrot frá kappræðunum.

Almenningur sendi spurningar sínar inn á YouTube í formi þrjátíu sekúnda langra myndskilaboða og starfsmenn CNN sáu um að velja úr þeim. Um þrjú þúsund spurningar bárust. Snertu þær á öllu frá heilbrigðismálum til Íraksstríðsins.

Stjórnmálaskýrendur töldu fyrirfram að kappræðurnar gætu markað tímamót þar sem frambjóðendur væru ekki vanir að skorast undan einlægum og beinskeyttum spurningum almennings. Almennt er talið að þeim hafi tekist það ágætlega. Margir nýttu þó spurningarnar til þess að ráðast gegn hinum frambjóðendunum.

Frambjóðendur Repúblikana munu taka þátt í samskonar netkappræðum í gegnum YouTube 17. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×