Erlent

Heilbrigðisstarfsfólk loksins frjálst

Óli Tynes skrifar

Sex heilbrigðisstarfsmenn sem hafa setið í fangelsi í Líbýu í átta ár eru komnir heim til Búlgaríu. Fólkið var sakað um að hafa vísvitandi sýkt yfir 400 líbýsk börn af alnæmi.

Evrópusambandið studdi Búlgaríu við lausn málsins, en Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, neitaði því að sambandið hefði greitt lausnargjald fyrir fólkið. Engu að síður er ljós að Líbýumenn fá hundruð milljóna dollara í það sem kallað er skaðabætur. Jafnframt var orðið við kröfum Líbýumanna um nánara stjórnmálasamband við aðildarríki Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×