Erlent

Fjárframlög aukin vegna flóðanna

MYND/AP

Breska ríkisstjórnin ætlar að auka fjárframlög um 10 milljónir punda vegna fóðanna sem herja á landið . Ákvörðunin var tekin eftir að ljóst varð að um 350 þúsund manns verða án hreins vatns í allt að tvær vikur.

Milljónirnar tíu bætast við þær fjórtán milljónir sem Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, lofaði fyrr í þessum mánuði.

Flóðin í Bretlandi eru nú þau verstu í sextíu ár og sagði Hillary Benn, umhverfisráðherra Bretlands, að þau hefðu valdið mikilli ógæfu. Englandsdrottning tók í svipaðan streng og sagði að hún væri "miður sín og afar áhyggjufull" vegna eyðileggingarinnar sem flóðin hafa valdið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×