Ítalir rökræða stöðu kvenna í þjóðfélaginu Jónas Haraldsson skrifar 25. júlí 2007 10:50 Elisabetta CanalisMYND/Vísir Mikil umræða fer nú fram á Ítalíu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ímynd kvenna þar í landi snýst um kynþokka og að hafa laglegar línur. Sumar konur telja karlrembu vera vera ástæðuna en aðrar konur segja ekkert eðlilegra en að vera stoltar af líkama sínum. Smellið á „Spila" til þess að sjá myndbrot með fréttinni. Ítalir á Fiumicino flugvelli virðast ekki kippa sér mikið upp við gríðarstórt auglýsingaspjald, sem á er mynd af fáklæddri konu í svörtum brjóstahaldara, á meðan þeir biðu eftir flugum nú í sumar. Um auglýsingu fyrir ítalska undirfatafyrirtækið Intimissimi er að ræða og samkvæmt ítölskum stöðlum er auglýsingin allt að því hófsöm. Þeir tóku hins vegar eftir því þegar að breskt dagblað birti grein sem hét „Nakinn metnaður" sem hélt því fram að allt á Ítalíu snerist um stór brjóst og lögulega afturenda. Í henni sagði ennfremur að kynferðislegar ímyndir væru viðtekin venja og femínismi væri dauður. Með greininni voru tvær myndir. Annars vegar af frægri ítalskri stúlku, Elisabetta Canalis, þar sem hún er hálfnakin að auglýsa farsíma. Hins vegar var mynd af Ilariu d'Amico, íþróttafréttakonu á Ítalíu, íklæddri flegnum svörtum kjól og á textanum undir myndinni stóð að hún væri sífellt klædd á þann hátt í sjónvarpinu, umkringd karlmönnum í jakkafötum.Skiptar skoðanir meðal ítalskra kvennaIlaria d'Amico að störfum í knattspyrnuþætti sínum.MYND/VísirFjölmargar ítalskar konur segja að nú sé nóg komið og eitthvað verði að gera til þess að vega á móti karlrembunni. Lilli Gruber, fyrsti kvenkyns sjónvarpsþulurinn á Ítalíu og nú evrópuþingmaður (fyrsti viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi), segir að ástæðurnar fyrir ástandinu séu þær að skortur á reglugerðum og mikil karlmennska leiði til þess að konur haldi að þær geti komist áfram á því að notfæra sér líkama sína í stað þess að nýta gáfurnar. Alessia Merz, sem er kynnir í ítölskum sjónvarpsþætti segir hins vegar aðra sögu (annar viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi). „Þegar þú kemur fram í sjónvarpi og ert falleg kona áttu ekki að þurfa að hylja þig frá toppi til táar og forðast að sýna línurnar, til þess að fela það að þú hafir falleg brjóst, eða að forðast það að vera í sundfötum svo að það sjáist ekki í lögulegan afturendann. Að sýna hvernig þú ert vaxin er ekki að hlutgera sig. Það þýðir einfaldlega að ég er falleg kona sem get leyft mér að sýna líkama minn." Á yfirborðinu virðist sem það sé það álit sem að flestir hafi. Ítölsk dagblöð og tímarit eru full af auglýsingum með fáklæddum og ögrandi klæddum konum. Jafnréttisráðherra Ítalíu, Barböru Pollastrini, blöskrar sú ímynd sem gefin er af ítölskum konum. Hún heldur því fram að ítalskar konur hafi náð stórstíga framförum á mörgum sviðum. Þá kennir hún karlmönnum, sem eru í meirihluta í ráðandi stöðum í ítölsku þjóðfélagi, um þá ímynd sem nú birtist alls staðar af ítölskum konum. Erlent Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Elisabetta CanalisMYND/Vísir Mikil umræða fer nú fram á Ítalíu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ímynd kvenna þar í landi snýst um kynþokka og að hafa laglegar línur. Sumar konur telja karlrembu vera vera ástæðuna en aðrar konur segja ekkert eðlilegra en að vera stoltar af líkama sínum. Smellið á „Spila" til þess að sjá myndbrot með fréttinni. Ítalir á Fiumicino flugvelli virðast ekki kippa sér mikið upp við gríðarstórt auglýsingaspjald, sem á er mynd af fáklæddri konu í svörtum brjóstahaldara, á meðan þeir biðu eftir flugum nú í sumar. Um auglýsingu fyrir ítalska undirfatafyrirtækið Intimissimi er að ræða og samkvæmt ítölskum stöðlum er auglýsingin allt að því hófsöm. Þeir tóku hins vegar eftir því þegar að breskt dagblað birti grein sem hét „Nakinn metnaður" sem hélt því fram að allt á Ítalíu snerist um stór brjóst og lögulega afturenda. Í henni sagði ennfremur að kynferðislegar ímyndir væru viðtekin venja og femínismi væri dauður. Með greininni voru tvær myndir. Annars vegar af frægri ítalskri stúlku, Elisabetta Canalis, þar sem hún er hálfnakin að auglýsa farsíma. Hins vegar var mynd af Ilariu d'Amico, íþróttafréttakonu á Ítalíu, íklæddri flegnum svörtum kjól og á textanum undir myndinni stóð að hún væri sífellt klædd á þann hátt í sjónvarpinu, umkringd karlmönnum í jakkafötum.Skiptar skoðanir meðal ítalskra kvennaIlaria d'Amico að störfum í knattspyrnuþætti sínum.MYND/VísirFjölmargar ítalskar konur segja að nú sé nóg komið og eitthvað verði að gera til þess að vega á móti karlrembunni. Lilli Gruber, fyrsti kvenkyns sjónvarpsþulurinn á Ítalíu og nú evrópuþingmaður (fyrsti viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi), segir að ástæðurnar fyrir ástandinu séu þær að skortur á reglugerðum og mikil karlmennska leiði til þess að konur haldi að þær geti komist áfram á því að notfæra sér líkama sína í stað þess að nýta gáfurnar. Alessia Merz, sem er kynnir í ítölskum sjónvarpsþætti segir hins vegar aðra sögu (annar viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi). „Þegar þú kemur fram í sjónvarpi og ert falleg kona áttu ekki að þurfa að hylja þig frá toppi til táar og forðast að sýna línurnar, til þess að fela það að þú hafir falleg brjóst, eða að forðast það að vera í sundfötum svo að það sjáist ekki í lögulegan afturendann. Að sýna hvernig þú ert vaxin er ekki að hlutgera sig. Það þýðir einfaldlega að ég er falleg kona sem get leyft mér að sýna líkama minn." Á yfirborðinu virðist sem það sé það álit sem að flestir hafi. Ítölsk dagblöð og tímarit eru full af auglýsingum með fáklæddum og ögrandi klæddum konum. Jafnréttisráðherra Ítalíu, Barböru Pollastrini, blöskrar sú ímynd sem gefin er af ítölskum konum. Hún heldur því fram að ítalskar konur hafi náð stórstíga framförum á mörgum sviðum. Þá kennir hún karlmönnum, sem eru í meirihluta í ráðandi stöðum í ítölsku þjóðfélagi, um þá ímynd sem nú birtist alls staðar af ítölskum konum.
Erlent Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira