Erlent

Dönskum blaðamanni rænt en sleppt sólarhring síðar

Talibanar í Afganistan tóku danskan blaðamann og túlk hans sem gísl og héldu þeim föngum í sólarhring. Þeim var báðum sleppt þegar Talibanarnir komust að því að Daninn var múslimi.

Blaðamaðurin, Khawja Najibullah, sem er Dani af afgönskum uppruna, lýsti því hvernig honum var rænt í þorpi austur af héraðinu Kunar, sem liggur að landamærum Pakistans.

"Ég var staddur inni í húsi þegar snarpur skotbardagi braust út. Í kjölfarið tóku vopnaðir Talibanar mig," sagði Najibulla eftir að honum var sleppt lausum. "Ég sagði þeim að ég væri múslimi og lagðist á bæn. Þá slepptu þeir mér."

Talibanarnir höfðu lýst yfir ábyrgð á ráninu en sögðust hafa tekið þýskan blaðamann til fanga.

Samkvæmt héraðsstjóranum í Kunar voru tvímenningarnir á leið til starfa á Watapour-svæðinu en þar gerði Nató flugárás fyrir tveimur vikum og óbreyttir afganskir borgarar létu lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×