Erlent

Logandi kráka kveikti í akri

Óli Tynes skrifar
Ættingi hinnar óheppnu kráku.
Ættingi hinnar óheppnu kráku.

Slökkviliðsstjórinn í Enköping segist aldrei hafa upplifað nokkuð þessu líkt. Atburðarrásin var þannig að krákan flaug á rafmagnslínu og drapst. Það kviknaði í henni og logandi hræið féll niður á akurinn. Þar lá þurrt hey sem kviknaði í.

Fjórir slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang og þeim tókst fljótt og vel að slökkva eldinn. Aðeins brunnu um 250 fermetrar af ræktarlandi. Þar sem það jafnar sig fljótlega varð lítið sem ekkert tjón. Hinsvegar hefur margt fólk í nágrenninu komið til þess að skoða blettinn sem brann með svo undarlegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×