Erlent

Grátbað um hjálp

Ættingjar gíslanna hlýða á fréttir af gangi mála
Ættingjar gíslanna hlýða á fréttir af gangi mála MYND/AP

Suður-kóresk kona, sem Talibanar hafa haldið í gíslingu í rúma viku, grátbað um hjálp í símaviðtali sem bandaríska sjónvarpsstöðin CBS spilaði í dag. Konan er ein af 23 Suður-Kóreubúum sem Talibanar rændu fyrir viku síðan. Talibanarnir myrtu einn gíslanna í gær.

Talið er að foringi Talibanahópsins hafi skipulagt viðtalið til að þrýsta á stjórnvöld í Kóreu og Afganistan.

"Þið verðið að hjálpa okkur," var meðal þess sem You Cyun-ju sagði í viðtalinu. "Við biðjum ykkar um að ná okkur út héðan eins fljótt og auðið er. Við grátbiðjum ykkur."

Viðtalið var þriggja mínútna langt og talaði konan bæði á kóresku og farsi. Í viðtalinu sagði hún að gíslunum væri skipt í tvo hópa. Hún er ein af sautján konum en körlunum er haldið á öðrum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×