Erlent

Villipen sætir rannsókn

Óli Tynes skrifar

Formleg rannsókn er hafin á framferði Dominiques de Villepin, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands í tengslum við meinta rógsherferð gegn Nicolas Sarkozy fyrir síðustu forsetakosningar. Dreift var fölsuðum lista yfir menn sem áttu innistæðu í fjármálafyrirtæki í Luxembourg. Nafn Sarkozys var á þeim lista.

Villepin hefur neitað að hafa átt nokkurn þátt í þessu hneykslismáli. Að sæta formlegri rannsókn í Frakklandi getur leitt til réttarhalda, en er ekki vísbending um sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×