Verðbólga yfir hundrað þúsund prósent í Zimbabwe í árslok Jónas Haraldsson skrifar 31. júlí 2007 09:55 Robert Mugabe, forseti Zimbabwe. MYND/AFP Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í dag að verðbólga í Zimbabwe, á ársgrundvelli, gæti náð hundrað þúsund prósentum í lok þessa árs. Þetta fullyrðir Abdoulaye Bio Tchane, yfirmaður afrískra þróunarmála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Til þess að takast á við verðbólguna í landinu ætlar seðlabankinn í Zimbabwe sér að gefa út nýjan peningaseðil, sem verður tvöfalt hærri að verðgildi en sá hæsti sem nú er í umferð. Nýi seðillinn verður 200.000 zimbabweskir dollarar og hann er metinn á um það bil einn bandarískan dollara á svarta markaðnum í landinu og um 13 á opinberu gengi. Hæsti seðillinn var áður 100.000 ZD. Sem stendur verður almenningur að bera á sér gríðarstórar upphæðir til þess eins að geta keypt sér í matinn þann daginn og vonast er til þess að þessar aðgerðir eigi eftir að draga úr því. Aðeins er eitt ár síðan Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, skar þrjú núll aftan af gjaldmiðli landsins. Aðgerðir stjórnvalda taldar auka á verðbólgunaFólk að versla í búð í Zimbabwe. Eins og sést er úrvalið vægast sagt takmarkað þar sem verslunareigendur hafa hreinlega ekki efni á því að kaupa nýjar vörur eftir að stjórnvöld skipuðu þeim að lækka verð og frystu þau síðan.MYND/AFPÍ síðasta mánuði skipuðu stjórnvöld verslunum að lækka öll verð um helming og frystu þau síðan. Það var vegna þess að þau höfðu þá hækkað um 300 prósent á innan við viku. Vegna þeirra aðgerða stjórnvalda voru hundruð verslunareigenda, sem urðu ekki við skipunum stjórnvalda, handteknir fyrir að selja vörur of háu verði og voru sektaðir og jafnvel fangelsaðir. Búðum þeirra var síðan lokað í kjölfarið og við það varð matarskorturinn enn alvarlegri. Mugabe segir að aðgerðirnar séu nauðsynlegar til þess að koma reglu á markaði í landinu en hann vill meina að andstæðingar hans séu að reyna að koma honum frá með því að eyðileggja efnahag landsins. Þá neitar hann að hafa gert nokkuð sem gæti hafa komið niður á efnahag landsins og sakar þess í stað Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðabankann, Bandaríkin og Bretland um að reyna að koma sér frá völdum með því að gera landið gjaldþrota. Sérfræðingar telja þó að aðgerðir Mugabe, lögbundin lækkun á vörum og frysting á verðum, eigi að lokum eftir að ýta undir skort á vörum og því auka enn á verðbólguna í landinu. Erlent Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í dag að verðbólga í Zimbabwe, á ársgrundvelli, gæti náð hundrað þúsund prósentum í lok þessa árs. Þetta fullyrðir Abdoulaye Bio Tchane, yfirmaður afrískra þróunarmála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Til þess að takast á við verðbólguna í landinu ætlar seðlabankinn í Zimbabwe sér að gefa út nýjan peningaseðil, sem verður tvöfalt hærri að verðgildi en sá hæsti sem nú er í umferð. Nýi seðillinn verður 200.000 zimbabweskir dollarar og hann er metinn á um það bil einn bandarískan dollara á svarta markaðnum í landinu og um 13 á opinberu gengi. Hæsti seðillinn var áður 100.000 ZD. Sem stendur verður almenningur að bera á sér gríðarstórar upphæðir til þess eins að geta keypt sér í matinn þann daginn og vonast er til þess að þessar aðgerðir eigi eftir að draga úr því. Aðeins er eitt ár síðan Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, skar þrjú núll aftan af gjaldmiðli landsins. Aðgerðir stjórnvalda taldar auka á verðbólgunaFólk að versla í búð í Zimbabwe. Eins og sést er úrvalið vægast sagt takmarkað þar sem verslunareigendur hafa hreinlega ekki efni á því að kaupa nýjar vörur eftir að stjórnvöld skipuðu þeim að lækka verð og frystu þau síðan.MYND/AFPÍ síðasta mánuði skipuðu stjórnvöld verslunum að lækka öll verð um helming og frystu þau síðan. Það var vegna þess að þau höfðu þá hækkað um 300 prósent á innan við viku. Vegna þeirra aðgerða stjórnvalda voru hundruð verslunareigenda, sem urðu ekki við skipunum stjórnvalda, handteknir fyrir að selja vörur of háu verði og voru sektaðir og jafnvel fangelsaðir. Búðum þeirra var síðan lokað í kjölfarið og við það varð matarskorturinn enn alvarlegri. Mugabe segir að aðgerðirnar séu nauðsynlegar til þess að koma reglu á markaði í landinu en hann vill meina að andstæðingar hans séu að reyna að koma honum frá með því að eyðileggja efnahag landsins. Þá neitar hann að hafa gert nokkuð sem gæti hafa komið niður á efnahag landsins og sakar þess í stað Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðabankann, Bandaríkin og Bretland um að reyna að koma sér frá völdum með því að gera landið gjaldþrota. Sérfræðingar telja þó að aðgerðir Mugabe, lögbundin lækkun á vörum og frysting á verðum, eigi að lokum eftir að ýta undir skort á vörum og því auka enn á verðbólguna í landinu.
Erlent Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira