Erlent

Skurðaðgerð við farsímaljós

Óli Tynes skrifar
Farsímar eru til margra hluta nytsamlegir.
Farsímar eru til margra hluta nytsamlegir.

Skurðlæknum við sjúkrahúsið í smábænum Villa Mercedes Argentínu brá í brún þegar rafmagn fór af stórum hluta bæjarins. Þarmeð talið sjúkrahúsinu. Og vararafstöðin fór ekki í gang. Á skurðborðinu lá hinn 29 ára gamli Leonardo Molina.

Ekki dóu menn þó ráðalausir. Það var þotið fram á gang og safnað saman farsímum frá öllum þeim sem slíka höfðu. Farsímunum var svo haldið yfir Leonardo og þeir lýstu læknunum þannig að þeir gátu lokið aðgerðinni. Bróðir Leonardos sagði dagblaðinu La Nacion að rafmagnsleysið hefði varað í klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×