Belgar deila um innflytjendastefnu stjórnvalda Jónas Haraldsson skrifar 31. júlí 2007 15:03 Belgískir fjölmiðlar og mannréttindafrömuðir önduðu léttar í dag þegar frestað var að reka úr landi unga stúlku frá Ekvador og móður hennar sem eru þar ólöglegir innflytjendur. Málið hefur vakið upp spurningar varðandi innflytjendastefnu í Belgíu. Almenningi blöskraði aðför yfirvalda að mæðgunum en stúlkan hefur verið í skóla í Belgíu í lengri tíma. Auk þess verður faðir hennar eftir í landinu, en hann er einnig ólöglegur innflytjandi. Þrátt fyrir það hefur hann ekki verið handtekinn. Mannréttindahópar hafa líka gagnrýnt yfirvöld harkalega fyrir að halda stúlkunni, sem er 11 ára, í gæsluvarðhaldi og segja að það sé brot á öllum þeim mannréttindasáttmálum sem Belgía hefur samþykkt. Dómstólar fyrirskipuðu að mæðgunum skyldi sleppt úr haldi aðeins nokkrum klukkutímum áður en átti að senda þær úr landi. Fjölmiðlar í Belgíu, sem og Ekvador, hafa farið mikinn í málinu. Þá hefur hin belgíska eiginkona Rafael Correa, forseta Ekvador, tekið málið upp á sínar hendur og barist fyrir hönd mæðgnanna. Brottrekstur úr landi er viðkvæmt málefni í Belgíu. Dauði tvítugrar nígerískrar stúlku, þegar verið var að reka hana úr landi gegn vilja sínum árið 1998, er Belgum enn í fersku minni. Þó svo að úrskurður dómstóla í dag hafi verið sigur fyrir mæðgurnar frá Ekvador er baráttu þeirra fyrir að vera áfram í Belgíu síður en svo lokið. Þær eiga enn á hættu að vera reknar úr landi en lögfræðingur þeirra ætlar sér að reyna að sækja um landvistarleyfi fyrir þær á forsendum þeirra tengsla sem þær hafa við þjóðfélagið. Hann segist þó ekki bjartsýnn þar sem belgísk yfirvöld samþykki sjaldan þau rök. Erlent Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Belgískir fjölmiðlar og mannréttindafrömuðir önduðu léttar í dag þegar frestað var að reka úr landi unga stúlku frá Ekvador og móður hennar sem eru þar ólöglegir innflytjendur. Málið hefur vakið upp spurningar varðandi innflytjendastefnu í Belgíu. Almenningi blöskraði aðför yfirvalda að mæðgunum en stúlkan hefur verið í skóla í Belgíu í lengri tíma. Auk þess verður faðir hennar eftir í landinu, en hann er einnig ólöglegur innflytjandi. Þrátt fyrir það hefur hann ekki verið handtekinn. Mannréttindahópar hafa líka gagnrýnt yfirvöld harkalega fyrir að halda stúlkunni, sem er 11 ára, í gæsluvarðhaldi og segja að það sé brot á öllum þeim mannréttindasáttmálum sem Belgía hefur samþykkt. Dómstólar fyrirskipuðu að mæðgunum skyldi sleppt úr haldi aðeins nokkrum klukkutímum áður en átti að senda þær úr landi. Fjölmiðlar í Belgíu, sem og Ekvador, hafa farið mikinn í málinu. Þá hefur hin belgíska eiginkona Rafael Correa, forseta Ekvador, tekið málið upp á sínar hendur og barist fyrir hönd mæðgnanna. Brottrekstur úr landi er viðkvæmt málefni í Belgíu. Dauði tvítugrar nígerískrar stúlku, þegar verið var að reka hana úr landi gegn vilja sínum árið 1998, er Belgum enn í fersku minni. Þó svo að úrskurður dómstóla í dag hafi verið sigur fyrir mæðgurnar frá Ekvador er baráttu þeirra fyrir að vera áfram í Belgíu síður en svo lokið. Þær eiga enn á hættu að vera reknar úr landi en lögfræðingur þeirra ætlar sér að reyna að sækja um landvistarleyfi fyrir þær á forsendum þeirra tengsla sem þær hafa við þjóðfélagið. Hann segist þó ekki bjartsýnn þar sem belgísk yfirvöld samþykki sjaldan þau rök.
Erlent Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira