Erlent

Fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu-1 í ökutímum

Formúlu-1 kappinn Nelson Piquet
Formúlu-1 kappinn Nelson Piquet MYND/AFP

Nelson Piquet, fyrrverandi þrefaldur heimsmeistari í Formúlu-1 akstri, hefur verið skikkaður í ökuskóla eftir að hann missti ökuskírteini sitt.

Piquet sem er frá Brasilíu missti bílprófið eftir að hafa fengið of marga punkta í bókum lögreglunnar. Hann hafði ítrekað verið stöðvaður fyrir of hraðann akstur og fyrir að leggja bíl sínum ólöglega.

Piquet og konan hans Viviane, sem þarf einnig að endurnýja ökuskírteini sitt, þurfa að setjast á skólabekk í viku og síðan standast próf. Eftir það getur Piquet, sem varð Formúlu-1 meistari 1981, 1983 og 1987, fengið að setjast aftur bak við stýrið.

"Við ætlum að gera gott úr málinu og nýta tímana til að læra eitthvað," sagði Piquet í samtali við brasilíska fjölmiðla en hann og konan hans setjast á skólabekk á mánudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×