Erlent

Bandaríska þingið samþykkir hertar siðareglur

Bush mun undirrita frumvarpið á næstunni.
Bush mun undirrita frumvarpið á næstunni. MYND/AP

Bandaríska þingið samþykkti í dag að herða siðareglur þingmanna með það að markmiði að minnka áhrif þrýstihópa á þingið. Frumvarpið var samþykkt níu mánuðum eftir að Demókratar náðu völdum í bandaríska þinginu í kjölfar hneykslismála sem mörg snertu Repúblikana.

Frumvarpið gerir ráð fyrir því að ljóstrað verði upp um gæluverkefni þingmanna, það bannar eftirlaunagreiðslur til þingmanna sem gerst hafa sekir um að þiggja mútur og skikkar frambjóðendur til að greina frá því hvaðan þeir þiggja fjárframlög í kosningabaráttu.

Hið yfirgripsmikla frumvarp var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða og er á leið til undirritunar hjá George W. Bush Bandaríkjaforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×