Erlent

Rjúktu á reykjara

Óli Tynes skrifar

Frændur okkar Danir eru uppfinningasamir í besta lagi. Þeir hafa áhyggjur af því að með nýjum reykingalögum sem taka gildi 15. ágúst einangrist reykingamenn. Það hefur því verið opnuð sérstök stefnumótasíða fyrir reykingafólk á netinu. Þar geta menn skráð upplýsingar um sig og sent mynd, og þannig komist í samband við annað fólk sem reykir.

Einn af ritstjórum síðunnar, Lonnie Findal. Hún segir að auk stefnumótaþjónustu fái reykingafólk margskonar gagnlegar upplýsingar. Þar er meðal annars að finna upplýsingar um þau lög sem gilda um reykingar í öllum heimsins löndum.

Þar er einnig að finna upplýsingar um hótel og veitingastaði í Danmörku þar sem er aðstaða fyrir reykingafólk. Eins og allir vita er reykingafólk miklir húmoristar og auðvitað eru reykingabrandarar á heimasíðunni. Eins og þessi til dæmis:

Fyrir fjórtán dögum las ég að reykingar væru lífshættulegar. Daginn eftir hætti ég að reykja.

Fyrir tíu dögum las ég að það væri lífshættulegt að borða of mikið af rauðu kjöti. Daginn eftir gerðist ég grænmetisæta.

Fyrir átta dögum las ég að áfengi væri lífshættulegt. Daginn eftir gerðist ég bindindismaður.

Í gær las ég að kynlíf væri lífshættulegt. Í dag hætti ég að lesa.

Þeir sem vilja skoða dönsku síðuna geta smellt hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×