Erlent

Byrjað að grafa eftir námumönnunum

Óli Tynes skrifar
Það tekur björgunarmenn fjóra til fimm daga að grafa sig að námumönnunum.
Það tekur björgunarmenn fjóra til fimm daga að grafa sig að námumönnunum.

Björgunarmenn í Utah fylki í Bandaríkjunum eru nú búnir að bora víða holu ofan í námuna þar sem talið er að sex námumenn séu fastir eftir að hrun varð í námunni síðastliðinn mánudag. Ætlunin er að láta videomyndavél og hljóðnema síga niður í holuna og reyna að sjá hvort þeir eru á lífi. Ekkert hefur heyrst frá mönnunum síðan óhappið varð.

Það mun taka björgunarmennina fjóra til fimm daga að grafa sig niður í göngin til þess að ná mönnunum út. Ef þeir eru enn á lífi er hægt sjá þeim fyrir vatni, mat og súrefni niður um holuna. Eigandi námunnar heldur því fram að jarðskjálfti hafi valdið hruninu. Jarðfræðingar draga það í efa og segja að skjálfti á mælum þeirra hafi orðið þegar náman hrundi saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×