Erlent

Leyfðu okkur að deyja herra forseti

Óli Tynes skrifar
Fordómar vegna alnæmis eru útbreiddir í sveitum Indlands.
Fordómar vegna alnæmis eru útbreiddir í sveitum Indlands.

Indversk hjón hafa skrifað forseta landsins og beðið hann um að leyfa þeim og dóttur þeirra að deyja með læknishjálp vegna ofsókna sem þau mega þola vegna þess að hjónin eru bæði alnæmissjúk. Í bréfi sínu til forsetans segja hjónin að þau séu barin daglega og nágrannarnir ráðist jafnvel inn á heimili þeirra. Lögreglan skipti sér ekkert af þessu.

Um tvær og hálf milljón manna á Indlandi er með alnæmi og býr við mikla fordóma. Sérstaklega í sveitum landsins þar sem fjölskyldur útskúfa jafnvel ættingja vegna sjúkdómsins. Börn eru oft rekin úr skóla. Indverska stjórnin veltir nú fyrir sér að setja lög til þess að vernda þessa sjúklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×