Erlent

Járnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn undir sjávarmál

Óli Tynes skrifar
Allir í stígvélin; Járnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn.
Allir í stígvélin; Járnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn.

Járnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn, sjálf Hovedbanegården, verður komin undir sjávarmál innan 100 ára samkvæmt útreikningum dönsku landmælinganna. Í dag er brautarstöðin 30 sentimetrum yfir sjávarmáli. En með hlýnandi loftslagi og hækkun á yfirborði sjávar verður hún allt að 29 sentimetrum undir sjávarmáli eftir eitthundrað ár eða svo.

Lestarfarþegar þurfa þó ekki að óttast að þeir verði blautir í fæturna. Verkfræðingar segja að það sé aðeins spurning um að finna rétta tæknilega útfærslu. Kaupmannahöfn liggi lágt og það séu fleiri staðir sem þurfi að skoða en járnbrautarstöðina. Hún sé þó með lægstu punktum borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×