Erlent

Vilja banna ungmennum að aka um helgar

Óli Tynes skrifar

Norsku samtökin Trygg Trafikk eða Örugg umferð vilja setja margvíslegar hömlur á ökuréttindi yngstu ökumanna. Meðal annars banna þeim að aka um helgar og á kvöldin. Og að hafa farþega með sér í bílnum. Samtökin benda á að slíkar takmarkanir gildi þegar í Kanada. Þar hafi banaslysum ungmenna fækkað um 30-40 prósent.

Harald Heierås talsmaður samtakanna segir í viðtali við Aftenposten að hann búist við andstöðu gegn þessum tillögum. Enda séu þær harkalegar. Samtökin telji hinsvegar ekki aðrar leiðir færar. Annaðhvort sé að setja þessar reglur, eða sætta sig við tíð banaslys ungmenna í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×